Top flakk

Prenta

Betri viðskipti í þjónustu

Nordic Innovation leggur sitt af mörkum til öflugra viðskipta á sviði þjónustu á Norðurlöndum og í Evrópu.
  • Published 15.3.2011

Um þessar mundir eru um 2/3 allrar efnahagsstarfsemi í flestum Evrópulöndum í þjónustugeiranum. Það eru þó ekki mikil viðskipti með þjónustu yfir landamæri.

 

Þjónustutilskipunin var innleidd árið 2006 með það fyrir augum að koma á laggirnar raunverulegum innri markaði með þjónustu með því að fjarlægja lagalegar og stjórnunarlegar hindranir við þróun starfsemi innan þjónustugeirans á milli aðildarríkja. Í tilskipuninni er því lýst hvernig aukin stöðlun getur haft jákvæð áhrif á innri markaði fyrir þjónustu og Evrópusambandið hvetur meðal annars aðildarríkin og helstu hagsmunaaðila til þess að hefja undirbúning að stöðlun innan evrópsks þjónustumarkaðar.

 

Staðlar eru samfélaginu mikilvægir vegna þess að þeim fylgja bæði fjárhagslegir og almennir kostir hvað varðar gæði, umhverfi og öryggi. Efnahagslegir kostir stöðlunar ná til fjölmargra þátta sem hver um sig eflir samkeppni, nýsköpun og skilvirkni, jafnt hjá hinu opinbera sem innan einkageirans. Það færist stöðugt í aukana að menn nýti sér staðla en þeir eru þó oftast nær tengdir áþreifanlegum afurðum, aðeins lítið brot þeirra hefur með þjónustugeirann að gera.

 

Norðurlönd ættu að taka þátt í þróun bæði evrópskra og alþjóðlegra þjónustustaðla til þess að geta lagt sitt af mörkum við að bæta innri markað á sviði þjónustu. Norrænt samstarf hefur skilað miklum árangri og haft mikilvæg áhrif á evrópska stöðlun varðandi áþreifanlegar afurðir.

Hlut

Prenta